S&P-vísitalan fyrir 89 stærstu fjármálafyrirtækin á markaði þar í landi féll um 6,1% í viðskiptum dagsins í dag. Um er að ræða eitt mesta fall vístitölunnar síðan á vormánuðum árið 2000. Auknar áhyggjur fjárfesta af auknum greiðsluföllum hjá bönkum eru sagðir helsta ástæða fallsins. Ástand húsnæðislánveitendanna Fannie Mae og Freddie Mac eru fjárfestum einnig þyrnir í augum.

S&P 500-vísitalan féll um 0,9%, Dow Jones féll um 0,4%, og Nasdaq féll um 1,2%. Fram kemur hjá Bloomberg að fyrir hvert hlutabréf sem hækkaði í verði féllu tvö.

Fannie Mae og Freddie Mac hækkuðu við upphaf viðskipta vestanhafs, en eftir neikvæða spá Goldman Sachs og ummæli Jim Rogers um björgunaraðgerðirnar strokuðust þær hækkanir út.