Í gær hækkaði Nasdaq örlítið en aðrar vísitölur sýndu rauðar tölur í lok dags. Markaðir hækkuðu hinsvegar aftur í dag. Nasdaq hækkaði um 1,53%, Dow Jones um 0,29% og Standard & Poor's um 0,49%. Dow Jones og S&P voru þó mest allan daginn í mínus en hækkuðu undir lok dags.

Það voru tæknifyrirtæki sem leiddu hækkun dagsins en Oracle, sem er stærsti framleiðandi á gagnagrunns hugbúnaði í heimi, kynnti betri afkomu en búist hafði verið við. Hagnaður á hlut verður 0,31 bandaríkjadalur en búist hafði verið við aðeins 0,04 dölum á hlut. Oracle er skráð á Nasdaq og hækkaði um 6,5% í dag en tæknifyirtæki hækkuðu saman um 1,6% í dag.

Amazon og EBay hækkuðu bæði í dag en bæði netsölufyrirtækin hafa verið á niðurleið síðustu daga þar sem salan hefur verið undir væntingum. Nú virðist jólasalan vera að skila sér til fyrirtækjanna sem þó gerist mun seinna en í fyrra.

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hækkaði í dag um 3,5% en fyrirtækið hefur aukið sölu sína í Kína og Evrópu og segir afkomu ársins verða mun betri en búist hafi verið við.

Í dag voru einnig kynntar nýjust tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum frá 15.desember síðastliðnum. Atvinnuleysi hefur aukist að litlu leyti en í desember voru 346.000 manns atvinnulausir eða 11.000 fleiri en í nóvember. WSJ segir að þessi hækkun sé ekki til að hafa áhyggjur af atvinnumörkuðum en hins vegar séu viðeignandi aðilar á varðbergi.