Samstaða er að myndast meðal hagfræðinga um að bandaríska hagkerfið sé að sigla inn í samráttarskeið. Martin Feldstein telur rétt að seðlabankinn lækki vexti um 50 punkta 30. janúar.

Hagfræðingar eru í auknum mæli farnir að spá samdrætti í bandarísku efnahagslífi á árinu eftir að slæmar atvinnutölur birtust á föstudaginn. Þær hagtölur koma til viðbótar við vaxandi efasemdir um að smásala hafi verið lítil yfir jólahátíðina, heimsmarkaðsverð á olíu er í hæstum hæðum, niðursveifla á bandarískum fasteignamarkaði og væntingar um frekari afskriftir fjármálastofnana.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Martin Feldstein, hagfræðiprófessor við Harvard, að í kjölfar hagtalna sem sýna að atvinnuleysi hefur ekki verið meira í tvö ár, sé ljóst að meira en helmingslíkur séu á því að bandaríska hagkerfið sé að sigla inn í samdráttarskeið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir aðganginn.