Stáliðjuver U.S. Steel í Bandaríkjunum eru nú einungis rekin á 38% af afkastagetu sinni og dekkjaverksmiðjur eru reknar á um 50% afköstum samkvæmt frétt tribLIVE.com. Stálverkamenn gagnrýna nú hart lokun bílaverksmiðja General Motors og aðgerða ríkisins sem muni valda flutningi starf úr landi og auka innflutning á bílum frá Asíu og víðar.

Leo Gerard, formaður samtakanna United Steelworkers, segir minnkandi eftirspurn á stáli og lokun stáliðjuvera beina afleiðingu af samdrætti í bílaiðnaði. Hann segir stálverkamenn því vera mjög gagnrýna á að loka eigi 16 verksmiðjum General Motors Corp. á sama tíma og ráðgert er að auka innflutning á bílum frá Kína, Japan, Mexíkó og Suður Kóreu með stuðningi opinnberra lána. Segir hann þversögn í áæltunum Obama forseta varðandi stuðning við GM og loforð hans í forsetakosningunum um að hætta stuðningi við fyrirtæki sem stuðluðu að flutningi starfa úr landi. - „Ég vænti þess að forsetinn verði samkvæmur sjálfum sér í þessu efni," segir Gerard.