Mesta hækkun í 7 áratugi varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Áætlun stjórnvalda um að kaupa hlutabréf í bönkum og innspýting bandaríska Seðlabankans á fjármagni inn í kerfið hafði þessi áhrif á markaðinn í dag.

Standard & Poor´s vísitalan skoppaði aftur upp eftir sína verstu viku í 75 ár og hækkaði um 11,6%. Vísitalan hefur ekki hækkað meira síðan 1939.

Gengi bréfa Morgan Stanley hækkaði um 87% í dag, eftir að bankinn undirritaði samning um 9 milljarða dala fjárfestingu japanska fyrirtækisins Mitsubishi UFJ Financial Group í bankanum.

Gengi bréfa General Motors hækkaði um meira en 20% í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 11,8% í dag. Dow Jones hækkaði um 11,1% og Standard & Poor´s hækkaði um 11,6%.

Olíuverð hækkaði um 5,1% í dag og kostar olíutunnan nú 81,7 Bandaríkjadali.