Væntingavísitala neyslu í Bandaríkjunum hækkaði í 72,2 í október úr 68,4 mánuðinum áður. Þetta er talið vera vegna bættrar stöðu atvinnulífs þar í landi en atvinnuleysi lækkaði í September og hefur ekki verið jafn lágt síðan í janúar 2009. Þetta kemur fram á vef BBC.

Neysla Bandaríkjamanna telur um 70% af efnahag Bandaríkjanna. Væntingavísitalan náði hæstu hæðum í febrúar 2008 en þessar niðurstöður í október eru hæstu tölur sem hafa sést síðan þá.

Neytendur virtust vera jákvæðari varðandi sína eigin stöðu þar sem atvinnuástand er að skána. Einnig var talið að neytendur væri jákvæðari í svörum sínum nú þegar styttist í jólahátíð.