„Veist þú hver veiddi sjávarfangið þitt?“ er spurt í nýrri auglýsingaherferð í Bandaríkjunum sem ber yfirskriftina „ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“ eða Don´t buy from Icelandic Whalers . Herferðin, sem er sameiginlegt átak 12 dýra og náttúruverndasamtaka, er ætlað að hvetja fólk til að sniðganga sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga í tengslum við Hval hf. Í tilkynningu á vefsíðu samtakana eru þar sérstaklega nafngreind fyrirtæki eins og HB Grandi, Icelandic Seafood International, High Liner Foods og Sysco.

RÚV greindi nýlega frá því að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Bandaríkjana, High Liner Foods, hefur ákveðið að hætta samstarfi við HB Granda vegna tengsla þeirra við Hval hf. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis líkti þeim aðgerðum við eins konar hryðjuverkastarfsemi í samtali við RÚV. Þess má geta að High Liner Foods keypti rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum og í Kína fyrir rúmum tveimur árum .

Myndin hér að ofan er tekin af íslenskum námsmanni búsettum í Boston.