Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Asíu í morgun og gengi gjaldmiðla styrkisti eftir að bankastjórn bandaríska seðlabankans greindi óvænt frá því að hann ætli ekki að draga úr stuðningi sínum við efnahagslífið. Þvert á móti muni bankinn áfram kaupa jafn mikið af ríkisskuldabréfum og öðrum veðum og áður. Síðustu vikur hefur verið gert ráð fyrir hinu gagnstæða, þ.e.a.s. að bankinn ætli að minnka uppkaupin um 10 milljarða dala á mánuði og draga síðan hægt og bítandi úr stuðningi sínum við fjármálafyrirtæki og efnahagslífið.

Í gærkvöldi hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum um og yfir 1% og enduðuðu Dow Jones-vísitalan, Nasdaq- og S&/P 500-vísitölurnar í methæðum. Þá rauk Nikkei-vísitalan í Japan upp um 1,5% og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong upp um tæp 2%.

Svipuð steming var á evrópskum mörkuðum í morgun. FTSE-vísitalan í kauphöllinni í London hækkaði um 1,23% við opnun viðskipta þar, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór upp um 1,15% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur frá upphafi viðskiptadagsins hækkað um 1,28%