Þekktustu bandarísku fjárfestingasjóðirnir, sem fjárfesta aðallega í skuldabréfum, lækkuðu í maí samkvæmt frétt Financial Times. Er það talið vísbending um aukna áhættu fjárfesta:  Vaxtastig í Bandaríkjunum fari nú aftur hækkandi eftir að áhersla bandaríska seðlabankans á að örva hagkerfið með lágum vöxtum njóti minni hylli hjá þeim sem þar stjórna. Sjást þær væntingar fjárfesta meðal annar á þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa.

Fjárfestingasjóðir sem kaupa skuldabréf sem gefa af sér hærri ávöxtun og eru gefin út til tíu ára eða skemur töpuðu sem nemur 1,8% í síðasta mánuði. Er þetta mesta tap síðan botni fjárkreppunnar var náð í október 2008 samkvæmt greiningu fyrirtækisins Lipper og FT vitnar í.

Þá segir að slíkt tap hafi verið sjaldgæft hjá þessum sjóðum. Þeir hafi stækkað ört og haldi nú eignum upp á 900 milljarða Bandaríkjadollara. Það sé afleiðing af því að fólk hafi beint sparnaði sínum þangað sem búast megi við ásættanlegri ávöxtun án mikillar áhættu frá því að óróleikinn á fjármálamarkaðnum náði hámarki.