Bandarískir vísindamenn kanna nú hvort hægt sé að nota leiser eða innrautt-kerfi til þess að verja flugvélar gegn flugskeytum.

Kerfin munu vonandi geta varið heilu flugsvæðin en ekki bara einstakar flugvélar.

Vísindamenn segja að  nú þegar geti tæknin skynjað eldflaugar en verið sé að vinna að því að gera hana þannig úr garði að hægt verði að beina flaugunum frá skotmarkinu.

Flugfélög hafa tekið misjafnlega í þetta enda eykur þetta kostnað gríðarlega.