Jan Peter Schmittmann, fyrrverandi forstjóri hollenska bankans ABN Amro, eiginkona hans og dóttir fundust látin á heimili sínu í bænum Laren, skammt fram Amsterdam í gær. Walll Street Journal greinir frá þessu.

Lögreglan hefur ekki gefið upp dánarorsök fjölskyldunnar en hugsanlegt er að þau hafi verið myrt.

Schmittmann, sem var 57 ára eins og eiginkonan þegar hann lést, hóf störf hjá ABN Amro árið 1983.

Hann varð bankastjóri árið 2003 en var neyddur til að segja af sér þegar hollenska ríkið þjóðnýtti bankann árið 2008.