Bankar á Norðurlöndum eru of hátt metnir á markaði miðað við hagnaðarvæntingar, að mati bandaríska fjárfestingabankans Morgans Stanley.

Afkoma bankanna, ein og sér, stendur ekki undir þessu verðmati. Ástæða þessa hás verðs er sú að spákaupmenn telja að yfirtökur og samrunar séu fram undan á þessum markaði.

Fjárfestir, sem er áhugasamur um yfirvofandi samruna, bendir á SEB og Kaupþing, sem áhugaverða fjárfestingarkosti ef af þessu samrunaferli verður.