Áhyggjur af ástandinu á evrusvæðinu hafa leitt til þess að stærstu bankar heimsins birta nú ítarlegri fjárhagsupplýsingar en þeir gerðu áður. Upplýsingarnar varða stöðu þeirra gagnvart helstu evruríkjum. Wall Street Journal fjallar um málið í dag og segir að aukin upplýsingagjöf hafi ekki róað fjárfesta að ráði.

Bankarnir JP Morgan Chase og Goldman Sachs birtu í síðasta mánuði upplýsingar um hagsmuni þeirra í Portúgal, á Írlandi, Ítalíu, í Grikklandi og á Spáni. Upplýsingarnar hafa ekki verið birtar áður, en engin lagaleg skylda er um að birta upplýsingarnar.