Ný álagspróf á bandarískum bönkum gera ráð fyrir 25% verðfalli á húnsæðimarkaði, að atvinnuleysi aukist um 4 prósentustig og að verðgildi hlutabréfamarkaðarins lækki um helming. Til að bankarnir fái leyfi til að greiða út arð þá þurfa þeir að standast slíkt próf. Fjallað er um málið á vef MarketWatch .

Bandaríski Seðlabankinn vill með þessu gera athuganir á getu bankanna til að takast á við bólumyndun á húsnæðis og lánamörkuðum. Helsti munurinn frá fyrri álagsprófum er aukið fall á húsnæðismarkaði. Ástæðan fyrir því eru miklar hækkanir á þessu ári. Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hækkaði um 12,8% á milli ágústmánaða 2012 og 2013.