Fjárfestingabankar á Wall Street eru farnir að búa sig undir frekari afskriftir vegna lána í tengslum við skuldsettar yfirtökur fjárfestingarsjóða þegar þeir tilkynna uppgjör sín fyrir fyrsta ársfjórðung í þessari viku.

Fram kemur í frétt Financial Times að Goldman Sachs og Morgan Stanley muni þurfa að afskrifa einn milljarð Bandaríkjadala til viðbótar vegna slíkra lána. Jafnframt er gert ráð fyrir því að Lehman Brothers, sem hefur einnig verið stórtækur í að fjármagna skuldsettar yfirtökur fjárfestingarsjóða, muni þurfa að afskrifa verulegar upphæðir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .