Vístala fjármála og tryggingafélaga hækkaði um 1,8% í dag og hefur því hækkað um 119% frá áramótum. Án þess að nokkuð væri nýtt að frétta frá Íslandsbanka hækkaði gengi bankans um 4,9%, gengi Landsbankans hækkaði um 4,0% og ekki má gleyma Kaldbak sem hækkaði um 16,8%.
Íslensk hlutabréf virðast því ekkert vera að gefa eftir og hefur Úrvalsvísitalan nú hækkað um 73% frá áramótum og 102% sl. 12 mánuði.

Vísitalan stendur nú í 3.651 sem er enn einu sinni hæsta gildi hennar eins og bent er á í Hálffimm fréttum KB banka.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka