Stóru viðskiptabankarnir hafa fært niður 9.100 lán upp á samtals 17,5 milljarða króna í samræmi við gengislánadóma Hæstaréttar frá í fyrra. Íslandsbanki hefur endurrreiknað flest lánin. Endurútreikningurinn nemur sex milljörðum króna og eru lánin undir sex þúsund talsins. Það er tæpur helmingur þeirra 15 þúsund lána sem á eftir að endurmeta. Fram kemur í upplýsingum Íslandsbanka við fyrirspurn Spyr.is að algeng lækkun vegna endurútreiknings gengislána nemi 20-40%.

Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Spyr.is segir m.a. að lækkunin er misjöfn eftir hverju láni fyrir sig enda endurútreikningur mið af greiðslusögu. Endurútreikningur bílasamninga er ekki inni í tölæunum þar sem Íslandsbanki er eini bankinn sem hefur hafið endurreikning þeirra lána.

Þá hefur Arion banki lokið við endurútreikning 2.400 lána upp á 8,5 milljarða króna. Gengislán bankans voru fjögur þúsund og því rúmum helmingi lokið. Að meðaltali hafa lánin lækkað um 31%, samkvæmt upplýsingum sem bankinn sendi Spyr.is.

Landsbankinn hefur endurreiknað 700 lán upp þrjá milljarða. Ekki kemur fram í upplýsingum frá Landsbankanum hversu mikið af lánum á eftir að endurreikna. Endurútreikningarnir hafa skilað sér í því að lánin hafa að meðaltali lækkað um 35%.

Hér er má sjá upphæð lána hvers banka og hve mörg lán er búið að endurreikna.

  • Íslandsbanki um 6 milljarðar (6 þús lán)
  • Arion banki um 8,5 milljarðar (2.400 lán)
  • Landsbankinn 3 milljarðar (700 lán)