Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda árið fyrir árið 2015 á lögaðila. Fjöldi lögaðila á landinu öllu í árslok 2015 var 40.478. Heildarálagning lögaðila nemur rúmum 172 milljörðum en á árinu 2014 nam hún 183,7 milljarða. Þar af borguðu viðskiptabankarnir þrír ríflega 24 milljarða í skatt.

Lækkun heildarálagningar er því 6,22% og skýrist það af lækkun sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki úr 33,65 milljörðum árið 2015 í 8,7 milljarða 2016 vegna uppgjörs þrotabúa bankanna.

Af lögaðilum þá greiddi Landsbankinn mest allra á síðasta ári eða tæpa 12,4 milljarða króna í skatt. Ríkissjóður Íslands greiddi næst mest í skatt eða 11,3 milljarða. Arion banki og Íslandsbanki eru næstir á listanum. Arion greiddi tæpa 6,8 milljarða og Íslandsbanki 5,2 milljarða.

Reykjavíkurborg greiddi hæsta skatta af lögaðilum og voru í sjötta sæti listans en Reykjavík greiddi 3,478 milljarða í skatt.