„Þetta varð nú aðeins öðru vísi en við hugðum enda sjáum við ekki inn í framtíðina. Það voru ekki liðnir fjórir dagar þegar voru horfnir þrír bankar," sagði Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, í samtali við Viðskiptablaðið.

Nýi eigendahópurinn keypti allt hlutafé félagsins og allt sem því fylgir, rekstur, birgðir, umboð, viðskiptasambönd, rekstur og tæki í haust. Eftir kaupin hrundi bankakerfið.

En af hverju komið þið aftur að félaginu?

„Fjölskyldan seldi öll á sínum tíma árið 2004 og einnig þeir starfsmenn sem áttu smá hlut. Síðan kom það upp sem sérmál gagnvart okkur þremur að koma að þessu. Það var haft samband við okkur og við spurðir hvort við kynnum að hafa áhuga á þessu. Eftir allmiklar vangaveltur og skoðanir á þessu öllu varð það úr." Viðskiptabanki fyrirtækisins er Landsbankinn og tók Andrés fram að hann hefði staðið við allt sitt þrátt fyrir hrunið."

Sjá nánar í síðasta Viðskiptablaði.