Eurobank og Alpha bankinn í Grikklandi tilkynntu í dag áform um sameiningu í því skyni að vera í betur stakk búnir til að takast á við fjárhagserfiðleika fjármálakrísunnar. Bankarnir tveir eru í öðru og þriðja sæti yfir stærstu banka Grikklands og með samrunanum verður til stærsti lánveitandi lánsins.Fjárfestingasjóður frá Katar mun koma að samrunanum og leggja til um 500 milljónir evra.

Hlutabréfaverð í bönkunum hækkaði mikið við fréttirnar í dag og stjórnvöld fögnuðu ákvörðuninni. Við lokun markaða í dag hafði bankageirinn í kauphöll hækkað um 27%.