Sveinn Andri Sveinsson, bankastjóri Sparisjóðabanka Íslands (áður Icebank) hefur látið af störfum hjá bankanum eftir aðeins rúmar þrjár vikur í starfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sparisjóðabankanum en Sveinn Andri, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs bankans, tók við starfinu þann 2. apríl s.l. eftir að Agnar Hansson lét af störfum.

Þann sama dag lét Ólafur Ottósson, aðstoðarbankastjóri bankans einnig af störfum.

Sparisjóðabankinn hefur frá því að bankinn fékk heimild til greiðslustöðvunar þann 23. mars s.l. sagt upp 37 starfsmönnum.