*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 29. mars 2019 08:41

Bankastjóri Swedbank rekinn

Birgitte Bonnessen bankastjóri Swedbank látin fara vegna rannsóknar á peningaþvætti.

Ritstjórn
Rannsókn á peningaþvættismáli Danske bank hefur teygt anga sína yfir til Svíþjóðar.

Rannsókn á peningaþvættismáli Danske bank hefur teygt anga sína víðar í bankakerfi Norðurlandanna. Fyrr í vikunni tilkynnti sænska Fjármálaeftirlitið að sænski bankinn Swedbank yrði tekið til rannsóknar vegna málsins og í kjölfarið var forstjóra bankans, Birgitte Boonessen, verið rekin eftir lokun markaða í gær.

Birgitte er annar bankastjórinn sem missir vinnuna vegna rannsóknarinnar en bankastjóri Danske bank, Thomas Borgen, var látin fara síðastliðið haust þegar í ljós koma að bankinn hefði tekið þátt í peningaþvætti að upphæð 200 milljón breskra punda.

Fjallað var í sænskum fjölmiðlum í gær um að bankinn væri viðriðin millifærslur upp á 40 milljarða sænskra króna sem grunur léki á að tengdust ólöglegri starfsemi. Færslurnar eiga flestar uppruna sinn að rekja til Eistlands en markaðshlutdeild Swedbank í fjármálaþjónustu í Eistlandi nemur 60 prósent

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is