Sterkar vísbendingar eru um að bann Samkeppniseftirlitsins við forverðmerkingum í smásölu hafi aukist samkeppni í sölu á kjötvörum og verðhækkun ekki orðið eins mikil og ef föst smásöluálagning hefði bæst ofan á heildsöluverð kjötvinnslna eins og áður var.

Svo skrifar Steingrímur Ægisson, sviðsstjóri hjá Samkeppniseftirlitinu í grein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Þar fjallar hann m.a. um þær efasemdir sem komið hafa upp eftir eftirlitið lagði bann við því í fyrra að kjötvinnslufyrirtæki forverðmerki kjötvörur fyrir verslanir.

Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér .