Barclays ætlar að loka fjórðungi af öllum sínum útibúum í Bretlandi og fækka störfum í viðskiptabankastarfsemi sinni um mörg hundruð. Þetta hefur fréttastofa BBC sjónvarpsstöðvarinnar fengið staðfest.

Einhver smærri útibúi verða opnuð í Asda stórmörkuðunum í stað þeirra 400 sem lokað verður. Auk þeirra sem missa vinnuna við lokun þessara útibúa hefur bankinn áður tilkynnt að 3700 manns verði sagt upp störfum.

Búist er við því að Antony Jenkins, forstjóri Barclays, muni kynna fimm ára fjármálaáætlun stofnunarinnar í næsta mánuði.