Gengi hlutabréfa breska bankans Barclays féll um næstum 3% í gær þrátt fyrir að Barclays Capital, fjárfestingararmur Barclays, hefði vísað því á bug að hafa veitt þýska bankanum Sachsen fjármagn, en bankinn hefur komið illa út úr þeim óróa sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum undanfarnar vikur.

Það var Financial Times sem greindi fyrst frá þessu, en í fréttinni sagði að Barclays hefði tekið stöðu í Sachsen SIV-Lite, sem er sjóður sem fjárfesti í bandarískum fasteignum til lengri tíma.

Blaðið sagði að fjárhæðirnar sem Barclays myndi tapa á þessari fjárfestingu næmu hundruðum milljóna Bandaríkjadala.