Viðbót vegna barna yngri en sjö ára hækkar úr 61.191 krónu í 100.000 krónur og almennar barnabætur hækka um 10% um áramótin. Þá verða tekjuskerðingarmörk hækkuð hjá einstæðum foreldrum úr 1,8 milljónum króna í 2,4 milljónir og hjá foreldrum í sambúð hækkuð úr 3,6 milljónir í 4,8 milljónir króna. Þetta er liður í bættu stuðningskerfi við barnafjölskyldur, sem Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun.

Stjórnarfrumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum.

Oddný sagði drauminn að afnema tekjuskerðingu barnabóta.

Þetta var síðasti fundur Oddnýjar sem fjármála- og efnahagsráðherra en Katrín Júlíusdóttir tekur við embætti hennar í dag.