Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sent fjármálaeftirliti Króatíu (HANFA) endurskoðað yfirtökuboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, segir í tilkynningu Barr.

Samkvæmt lögum í Króatíu er Barr ekki heimilt að gefa upp hverjar breytingar tilboðsins eru fyrr en HANFA hefur samþykkt það.

Fyrra boð Barr, sem hljóðaði upp á 743 kúnur á hlut, var birt 18. ágúst síðastliðinn, en íslenska fyrirtækið Actavis lagði fram tilboð upp á 795 kúnur á hlut 4. september.

Samþykki HANFA tilboð Barr er talið að það muni standa til 11. október.