Frances Cloud, greiningaraðili fjárfestingarfyrirtækisins Nomura Code sem veitir ráðgjöf og aðstoð í líftæknigeiranum, segir að Barr Pharmaceuticals hafi unnið pyrrosarsigur í samkeppni við Actavis um yfirtöku króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva, segir í frétt International Herald Tribune.

Pliva er meðal þeirra fyrirtækja sem Nomura Code hefur á skrá sinni.

Cloud segir að kaupverðið hafi verið of hátt og að staða fyrirtækisins hafi verið stórlega ofmetin og engin leið sé til að segja um hvernig framtíð fyrirtækisins verði.

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis ákvað að hækka ekki tilboð sitt í Pliva sem hljóðaði upp á 795 kúnur á hlut, og er því tilboð Barr upp á 820 kúnur á hlut hæsta boð í fyrirtækið.