Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, tekur við af José Manuel Barroso sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í nóvember næstkomandi. Barroso hefur verið gagnrýndur fyrir ýmislegt í stjórnartíð sinni, m.a. í Bretlandi fyrir að hafa ekki dregið úr skrifræðinu innan ESB.

Eins og fjallað er um málið í bandaríska dagblaðinu The New York Times stendur Juncker frammi fyrir ýmsum erfiðum vandamálum, ekki síst þeim að koma evrusvæðinu aftur á réttan kjöl eftir fjárkreppuna, draga úr gasinnflutningi frá Rússlandi og koma innflytjendamálum inn í ríki ESB á hreint.

Blaðið vitnar í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni þar sem haft er eftir Juncker að hann árétti að nú verði framkvæmdastjórnin að sýna hvað í henni býr.

Fleiri hrókeringar eru sömuleiðis í vændum í framkvæmdastjórn ESB. Þannig tekur Margrethe Vestager, fyrrverandi efnahagsráðherra Danmerkur, við samkeppnismálum hjá framkvæmdastjórninni, Jonathan Hill, sem var yfir lávarðadeild breska þingsins, verður settur yfir fjármálastofnandi og Pierre Moscovici, sem var fjármálaráðherra Frakka frá 2012 og fram á vor í ár, verður settur yfir efnahagsmálin.