Vöruskiptahallinn í desember nam níu milljónum króna, samanborið við 13 milljarða halli í nóvember, en verðmæti vöruútflutnings nam 19 milljörðum króna í desember og vörur voru fluttar inn fyrir 28 milljarða, að sögn greiningardeildar Glitnis. Munurinn á milli mánaða er að miklu leyti vegna minni olíu- og eldsneytisinnflutning.

?Enn virðist því vera töluvert ójafnvægi á vöruskiptum við útlönd þótt dregið hafi úr innflutningi tengdum stóriðjuframkvæmdum undanfarna mánuði,? segir greiningardeildin.

?Bati á vöruskiptajöfnuði virðist ætla að verða öllu hægari en við gerðum ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá okkar sem birt var í ágústlok á síðasta ári. Er sú þróun athyglisverð í ljósi þess að viðskiptakjör hafa þróast með afar hagfelldum hætti. Þannig er bæði álverð og verð sjávarafurða afar hátt á heimsmörkuðum í sögulegu ljósi auk þess sem verð á eldsneyti lækkaði talsvert á seinni hluta síðasta árs.

Einnig hefur útflutningur á áli aukist jafnt og þétt með stækkun álversin á Grundartanga. Eftir sem áður teljum við að hratt dragi úr vöruskiptahalla þegar líður á árið. Þar koma meðal annars til lok stóriðjuframkvæmda, stóraukinn útflutningur áls með tilkomu álvers Alcoa og stöðnun eða samdráttur í innfluttum neysluvörum,? segir greiningardeildin.