„Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem á fundi leiðtoga Norðurlandanna í Svíþjóð í gær bauð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Íslands. Fundurinn stóð í þrjár klukkustundir.

Sigmundur segir aldrei að vita nema Obama komi til landsins.

Á fundinum voru málefni Norðurslóða einnig rædd. Jafnframt voru ræddar öryggisáskoranir 21. aldar og auknir möguleikar Norðurlandanna og Bandaríkjanna til samstarfs á ýmsum sviðum, m.a. á sviði öryggismála, orkumála og samstarfs á norðurslóðum, ekki síst á vettvangi Norðurskautsráðsins.

Fá að fylgjast með

Gerð fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og Evrópusamningsins kom jafnframt upp á fundinum. RÚV hafði eftir Sigmundi Davíð í morgun að Obama hafi stutt það að Norðmenn og Íslendingar fái að fylgjast vel með gerð gerð samningsins og að áhugi sé á því að auka bein viðskiptatengsl á milli Noregs og Íslands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.