Danska viðskiptablaðið Börsen orðar Baug Group við danska breiðbandsfyrirtækið ComX í frétt í blaðinu.

Blaðið segir fyrirtækið einnig hafa áhuga á félögunum, svo sem A Plus Telecom og Dansk Bredband.

Samkvæmt heimildum Börsen eru skuldir ComX töluverðar og nema um 55 milljónum danskra króna (548 milljónum íslenskra króna) og félagið hefur einnig ekki greitt virðisaukaskatt í tæpt hálft ár.

Nýr stjórnarformaður Dagsbrúnar, Þórdís Sigurðardóttir, sagði í samtali við Viðskiptablaðið þann 11. nóvember að hún væri sannfærð um að það sé góður ?business" að reka fjölmiðla.

Hún segir félagið horfa út og mikið sé að tækifærum, bæði hér heima og erlendis. Þórdís segir fjárfestingagetu Dagsbrúnar vera um 15 milljarðar. Baugur á tæp 29% í Dagsbrún, sem rekur fjölmiðlasamsteypuna 365 og fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone.