Bear Stearns bankinn freistar þess nú að fá lögbann á fimm fyrrverandi starfsmenn bankans til að koma í veg fyrir að þeir noti sér lista yfir viðskiptavini bankans sem þeir höfðu áður aðgang að.

Um er að ræða fimm fyrrverandi starfsmenn bankans starfa nú hjá UBS og Morgan Stanley, og vill Bear Stearns koma í veg fyrir að þeir nýti sér það tengslanet sem þeir kunna að hafa myndað sér meðan þeir störfuðu hjá bankanum.

Á fréttavef BBC kemur fram að sína en eins og kunnugt er standa nú yfir björgunaraðgerðir til að bjarga bankanum frá gjaldþroti.

J.P. Morgan bankinn hefur, eins og kunnugt er gert yfirtökutilboð í Bear Stearns og á fréttavef BBC kemur fram um 15.000 manns kunni að verða sagt upp hjá bankanum í kjölfarið. Í frétt BBC um málið kemur fram að óskin um lögbannið kunni að sýna að bankinn muni eiga í erfiðleikum með að halda í fyrrverandi viðskiptavini.