Scott Bedburry, fyrrverandi markaðsstjóri Nike og Starbucks, segir að sá tími sé liðinn að fyrirtæki geti afvegaleitt neytendur með óheiðarlegum auglýsingum. Mikilvægast sé að hafa auglýsingar í grunninn heiðarlegar.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segist Bedburry líta svo á að markaðsherferðir eigi að gera starfsmenn fyrirtækisins stolta.

Sp. blm. Til hvaða þátta horfir þú fyrst ogfremst þegar þú ert að greina hvortmarkaðsherferðir eru árangursríkareða ekki?

„Fyrst af öllu er heiðarleiki. Þeirdagar eru liðnir þegar fyrirtæki gátuafvegaleitt eða lofað einhverju semekki var hægt að standa við. Góðmarkaðssetning er heiðarleg, áreiðanleg,hugrökk, nógu einföld og nóguhvetjandi til þess að fólk segi öðrufólki frá henni.Góðar herferðir ganga líka á öllumstöðum sem markaðsfræðin nærtil. Þær lifa óháð því hvaða miðlunarformer valið.Og góðar herferðir skapa ekki aðeinstekjur. Þær styrkja ímynd vörumerkjameð nýjum hætti á meðansalan eykst. Margar herferðir getaaukið sölu. En margar þeirra skaðavörumerkið og veikja möguleikann á sterku vöruframboði. Galdurinn er að mæta skammtímaþörfunum á meðan vörumerkið er byggt upp og verndað til langs tíma. Að síðustu þá er það að búa til markaðsherferð eins og að flytja ræðu fyrir starfsmenn í fyrirtækinu. Markaðsherferðir eiga að gera starfsmenn stolta og færa fyrirtækinu ferska orku."

Ítarlegt viðtal við Bedburry má sjá í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir tölublöð.