Seðlabankinn tilkynnti í morgun um afnám tilmæla til fjármálafyrirtækja um að greiða ekki út arð þar sem áhrif heimsfaraldursins hefðu reynst minni en búist var við. Á sama tíma voru reglur um hámarksveðsetningarhlutfall af fasteignalánum lækkuð úr 85% í 80% þó hámarksveðsetningarhlutfall til fyrstu kaupenda verði áfram 90%.

Seðlabankinn mun halda kynningarfund klukkan 9:30 þar sem farið verður yfir ákvarðanir bankans. Á fundinum munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og staðgengill formanns fjármálastöðugleikanefndar sitja fyrir svörum.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: