Landsbankinn kynnir nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2020 til 2023 á fjarfundi sem stendur frá klukkan 9 til 12. Hægt er að fylgjast með streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan.

Landsbankinn spáir 8,5% samdrætti á þessu ári og að hagkerfið hefji að taka við sér á næsta ári, að því gefnu að dreifing bóluefnis hefjist og hagvöxtur verði ríflega 3%. Þá er gert ráð fyrir um 5% hagvexti næsti tvö ár þar á eftir.

Auk hagspárinnar mun Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá Economist Intellegence Unit, mun jafnframt flytja erindi um stöðu og horfur í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Þá verður fjallað sérstaklega um fasteignamarkaðinn og hvenær ferðaþjónustan muni taka við sér á nýjan leik.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

  • Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn
  • Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2020-2023 – Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans
  • Hvað tekur við eftir Brexit og heimsfaraldurinn: Horfurnar fyrir Evrópu: (e. Beyond Brexit and the pandemic: The Europe outlook) – Joan Hoey, svæðisstjóri Evrópumála hjá The Economist Intelligence Unit.
  • Að erindunum loknum munu Daníel Svavarsson, Gústaf Steingrímsson og Una Jónsdóttir, hagfræðingar í Hagfræðideild Landsbankans, fjalla nánar um spána og ræða um horfur í ferðaþjónustu og á fasteignamarkaði.