Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að seðlabankinn muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til að efla efnahag landsins. Þær felast öðru fremur í því að auk peningamagn í umferð og fjárfestingum til langs tíma, að því breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í gærkvöld.

Bernanke tilkynni enn fremur um að stýrivextir í Bandaríkjunum yrðu óbreyttir, 0,25%. Eftir nokkuð stöðugt vaxtatímabil í bandarísku efnahagslífi hefur staðan þyngst nokkuð undanfarin misseri. Atvinnuleysi jókst lítillega milli ársfjórðunga og mælist nú 9,3%, eða aðeins meira hlutfallslega en hér á landi.  Efnahagshorfur eru þá taldar bjartar til framtíðar litið, einkum þar sem fjármálakerfi landsins hefur náð stöðugleika að nýju og eru stærstu bankar landsins farnir að skila hagnaði í takt við markmiðin sem stjórnir fyrirtækjanna setja.