Dægurverð á 95 oktana bensíni á eldsneytismarkaðnum í Rotterdam var við lokun í vikunni 944,5 dalir á tonn og hefur það ekki verið lægra síðan 21. febrúar sl. Hér er um að ræða bensín til flutninga í tankskipum (cargo) og eru upplýsingarnar fengnar á vef Financial Times.

Verð hefur sveiflast nokkuð undanfarna daga en eftir að hafa farið niður í 950 dali á fimmtudag hækkaði það í 970 dali á föstudag en hefur síðan farið lækkandi, þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað undanfarna daga.

Íslensku olíufélögin lækkuðu bensínverð um eina krónu á mánudag.