Efnahags- og framfarastofnunin(OECD) ber lof á þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum í Írlandi.

Stofnunin segir að Írar hafi fylgt vel eftir þeirri efnahagsáætlun sem var gerð í samráði við Evrópusambandið. Ríkið sé á góðri leið með að verða fyrsta ríkið innan Evrópusambandsins sem nær sér á strik eftir efnahagskreppunna.

OECD segir að vel gangi að takast á við ríkisfjármálin í Írlandi, enda hafi verið ráðist í mikinn niðurskurð. „Allir vísar benda til þess að efnahagslífið sé að batna í Írlandi og við höfum ástæðu til þess að ætla að hagkerfið sé á réttri leið,“ hefur vefur Telegraph eftir Angel Gurria, framkvæmdastjóra OECD.