Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Samtaka atvinnulífsins (SA) sem lögfræðingur á vinnumarkaðssviði samtakanna. Fram kemur á vef SA að Bergþóra er með M.L. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún hefur lokið diplómaprófi í frönsku frá Aix-Marseille Université.

Bergþóra vann áður sem saksóknarfulltrúi á sviði skattamála hjá Embætti sérstaks saksóknara, sem sérfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu og sinnt lögfræðiaðstoð fyrir kosningaeftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnuráðs Evrópu.