David Montgomery, forstjóri Mecom, hefur lýst yfir áhuga á að gefa út fríblað í Danmörku og taka þar með þátt í yfirvofandi dagblaðastríði, segir í frétt Børsen í dag.

Mecom keypti nýverið fjölmiðladeild Orka Media sem gefur út Berlinske Tidende.

Ef honum verður að ósk sinni mun Berlinske verða fyrst allra fríblaðanna á markaðinn, en ákvörðun um fríblaðið verður ekki tekin fyrr en á þriðjudag í næstu viku, segir í fréttinni.

Framkvæmdarstjóri Nyhedsavisen, Morten Nissen Nielsen, segir að það sé frábært að fleiri fríblöð séu að koma á markaðinn, en hann segir að útgáfu Nyhedsavisen verður ekki flýtt vegna fréttanna.

?Fyrst hrópuðu JP/Politikens Hus og Berlinske í kór að þetta væri léleg hugmynd, en nú raða þau sér upp til að apa eftir okkur," sagði Nissen Nielsen.

Íslenska eignarhalds- og fjárfestingafélagið Dagsbrún stendur að útgáfu Nyhedsavisen.