Sparisjóður Mýrasýslu skilaði sinni bestu afkomu til þessa, fyrstu sex mánuði ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 213,1 milljónir króna. Til samanburðar var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2004 110,9 milljónir.

Vaxtatekjur námu 775,5 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2005 en það er 23,8% hækkun frá sama tímabili ársins 2004.

Vaxtagjöld hækkuðu um 23,2% frá fyrri hluta ársins 2004 og námu 474,2 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2005.

Hreinar rekstrartekjur voru 634,6 millj. kr. á móti 450,2 millj. kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2004. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 41,0% frá fyrri hluta ársins 2004.

Framlag í afskriftarreikning útlána nam 68,4 millj. kr. á fyrri helming ársins 2005 en var 79,4 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2004.

Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 304,3 millj. kr. á fyrri hluta ársins en voru 238,5 millj. kr. fyrir sama tímabil árið 2004.

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 48,0% miðað við 53,0% fyrir fyrri hluta ársins 2004. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 1,5% en var 1,8% fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2004.

Heildareignir samstæðunnar eru 19.941,4 millj. kr. 30. júní 2005 miðað við 15.870,3 millj. kr. í lok árs 2004, hafa þær vaxið um 25,7% fyrstu sex mánuði ársins 2005.