Krónan, dótturfélag Festi hf. skilaði 1.168 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBIT) árið 2019 en þetta kemur fram í ársreikningi Festi fyrir árið 2019 og birtur var í síðustu viku. Krónan var stærsta fyrirtækið innan Festi sem N1 festi endanlega kaup á í september og félögin sameinuð undir nafni þessi fyrrnefnda.

Ekki er til ársreikningur sem nær yfir allt árið 2018 en á síðustu 10 mánuðum þess árs nam rekstrarhagnaður um 880 milljónum króna en heila reikningsárið þar á undan nam hann 983 milljónunum. Þá hafa tekjur fyrirtækisins aldrei verið meiri en þær námu á síðasta ári um 33,2 milljörðum en reikningsárið 2017-2018 námu þær um 28 milljörðum og hafa því á tæplega tveimur árum aukist um 30%.

Gréta María Grétarsdóttir sem hlaut viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar um síðustu áramót er framkvæmdastjóri Krónunnar.