Samkvæmt úttekt CNN skiluðu þessir framkvæmdastjórar miklum hagnaði hjá fyrirtækjum sínum og mestu aukningu í hlutabréfaverði á síðustu þremur árum.

1. Leonard Schleifer hjá líftækni fyrirtækinu Regeneron. Margir vildu óska þess að þeir hefðu keypt hlutabréf hjá þessu fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Regeneron hefur þróað meðferð sem veitir öldruðum sem tapað hafa mikilli sjón mun betri sjón. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um 398% á þremur árum.

2. Richard Anderson hjá flugfélaginu Delta Air Lines. Flugfélagið hefur grætt mikið á samruna við önnur félög en hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 326% á þremur árum.

3. Robert Sands hjá Constellation Brands sem meðal annars á Corona bjórframleiðsluna. Tekjuaukning varð hjá fyrirtækinu um 71% milli ára og jukust hlutabréfaverð fyrirtækisins á síðustu þremur árum um 323%.

4. John Martin hjá Gilead Sciences hefur verið yfir fyrirtækinu frá 1996. Vegna aukinnar sölu á alnæmis og lifrarbólgu lyfjum fyrirtækisins á árinu hafa tekjur þess margfaldast og hlutabréf þess hafa hækkað á síðustu þremur árum um 300%.

5. Stephen Luczo hjá Seagate Technology. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um 297% á síðustu þremur árum.