Tækifæri á samdráttartímum var yfirskrift morgunverðarfundar sem félag viðskipta- og hagfræðinga stóð fyrir í gærmorgun.

Þar var leitast við að svara spurningum eins og hvað sé til ráða þegar hægja fer á hjólum atvinnulífsins og hvaða tækifæri slíkur samdráttur hefur í för með sér.

Erindi fluttu dr. Valdimar Sigurðsson, lektor í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital hf. og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár hf. og varaformaður samtaka iðnaðarins.

Fundarstjóri var Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .