Námuvinnslurisinn BHB Billiton hefur lagt á hilluna áform um að reisa álbræðslu í Indlandi. Um er að ræða fjárfestingu í Orissa-fylki og átti andvirði hennar að vera einn milljarður Bandaríkjadala.

Dagblaðið DNA hefur eftir indverskum embættismanni að ástæðan fyrir að BHB hættir við byggingu álbræðslunnar sé vegna vandamála sem komið hafa upp í samskiptum við stjórnsýslu landsins.