„Ríkið kom með ákveðna tillögu sem að við erum bara að skoða og fara yfir og munum svara því á morgun,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), í samtali við Vísi.is. Þar er greint frá því að hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda BHM og ríkisins hafi lokið í Karphúsinu klukkan eitt.

Páll vill hins vegar ekkert gefa upp um efni tilboðsins. Má þó skilja af máli hans að ekki sé um mikla hækkun að ræða frá því sem áður var, en þó sé það betra en sést hafi áður. Samninganefndirnar munu hittast næst á fundi klukkan tvö á morgun.