Umsjónarmenn vefsíðna geta greint staðsetningu notenda sinna í gegnum IP-tölur þeirra. Þannig upplýsir hún meðal annars í hvaða landi viðkomandi tölva er stödd. Alþjóðleg bílaleigufyrirtæki hafa notað þetta sem tól í verðlagningu sinni þar sem mismunandi verð hefur verið lagt á eftir löndum. Birtist þannig mismunandi texti á vefsíðum þeirra eftir því hvar notandinn er staðsettur og verð birt í réttum gjaldmiðli.

Túristi greinir frá því að Evrópuráð ESB hafi skorist í leikinn og talið forsvarsmenn nokkura bílaleigufyrirtækja hafa gengið of langt og nýtt upplýsingarnar til þess að bjóða sömu þjónustu á mismunandi verði milli landa. Í tilkynningu frá ráðinu kemur fram að nýlega hafi verið á bílaleigubíl í Bretlandi tvöfaldast þegar þýskur leigutaki skráði heimalandið sitt í bókunina.

Í sumar krafðist Evrópuráðið skýringa frá forstjórum bílaleiganna Sixt, Enterprise, Goldcar, Europcar, Hertz og Avis á slíkri verðlagningu. Lofuðu forstjórarnir í kjölfarið bót og betrun og munu notendur vefverslana ekki verða færðir sjálfkrafa á vefsíðu sem passar þeirra heimalandi.