Söluskattur í Japan hækkaði úr 5% í 8% 1. apríl. Mikil sala var því á nýjum bílum í landinu í fyrsta ársfjórðungi, eða 20,7%, áður en hækkunin skall á.

Spáð er verulegum samdrátti á árinu öllu í bílasölu í Japan, eða um 15%. Síðast hækkaði söluskatturinn árið 1997, en þá féll bílasala um 15%. Skatturinn hækkaði þá úr 3% í 5%.

Söluskatturinn mun hækka í 10% á næsta ári. Söluskatturinn er sambærilegur við virðisaukaskatt á Íslandi. Aðal gjaldþrepið hér er 25,5% en 7% vsk. er t.d. á mat.

Í Viðskiptablaðinu í morgun var fjallað um bílasölu í heiminum fyrstu þrjá mánuði ársins. Bílasala dróst saman í Sviss um 4,7%, Holllandi um 6,7% og Rússlandi um 2%. Í flestum öðrum Evrópuríkjum jókst hún að meðaltali um 8,1%.

Áskrifendur geta lesið blaðið sem kom út í morgun hér .