Bíll sem eitt sinn var í eigu Warren Buffet verður boðinn upp á góðgerðaruppboði til styrktar samtökunum Girls Inc. of Omaha. Uppboðið hófst í dag og var upphafsboð 10.000 bandaríkjadollarar eða um 1,3 milljónir króna. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Bíllinn sem er 2006 árgerð af Cadillac DTS inniheldur eiginhandaráritun frá Warren Buffet auk þess sem hæstbjóðandi getur sótt lyklana af bílnum frá fjárfestinum heimsþekkta í eigin persónu, ef sá heppni er tilbúinn að ferðast til Omahaborgar í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum.

Sjálfur hefur Buffet ekið bifreiðinni þar til á síðasta ári en honum hefur verið ekið um 32.686 kílómetra og er í mjög góðu ástandi að sögn uppboðshaldara.

Cadillac DTS, 2006 árgerð
Cadillac DTS, 2006 árgerð
© Aðsend mynd (AÐSEND)